Um 17 milljarðar króna greiddar í janúar

20. febrúar 2023

Tæplega 73 þúsund einstaklingar fengu greitt frá TR í janúar eða 72.865 þar af konur 44.536 (61%) og karlar 28.329 (39%).

Fjölmennasti hópurinn sem fær greitt eru að vanda ellilífeyrisþegar 39.171, þar af konur 21.413 (55%) og karlar 17.758 (45%) en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 19.562 þar af konur 11.940 (61%) og karlar 7.622 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 2.829, þar af konur 1.781 (63%) og karlar 1.048 (37%).

Heildargreiðslur í desember voru 17,1 milljarðar króna og þar af 3,4 milljarðar í staðgreiðslu. Um 8,9 milljarðar króna var greiddur vegna ellilífeyris, um 6,2 milljarðar króna vegna örorku, um 1,1 milljarður króna vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru um einn milljarður.