Áttu rétt á ellilífeyri?

27. janúar 2023

Ef þú ert að huga að töku ellilífeyris frá TR er gagnlegt fyrir þig að horfa á kynningu sem var tekin upp á vel sóttum fundi TR í vikunni. Við erum einnig með kynningu á reiknivél lífeyris sem er gagnlegt að skoða. 

Það var góð þátttaka á fundinum í Hlíðasmára og töluverður fjöldi fylgdist með honum í streymi. Við leggjum áherslu á að miðla upplýsingum með sem fjölbreyttustum hætti og vonum að þessi kynningarmyndbönd nýtist sem best. Við erum reiðubúin að koma með kynningar t.d. til félagasamtaka.

Ellilífeyrir - upptaka af fundi 25. janúar sl.

Reiknivél lífeyris - upptaka af fundi 25. janúar sl.