Rúmlega 20 milljarðar króna greiddar í desember

05. janúar 2023

Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í desember er 74.475 þar af konur 45.407 (61%) og karlar 29.068 (39%).


Fjölmennasti hópurinn sem fær greitt eru að vanda ellilífeyrisþegar 39.016, þar af konur 21.363 (55%) og karlar 17.653 (45%) en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 19.359 þar af konur 11.837 (61%) og karlar 7.522 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 2.840, þar af konur 1.805 (64%) og karlar 1.035 (36%).


Heildargreiðslur í desember voru 20,6 milljarðar króna og þar af 4,1 milljarður í staðgreiðslu. Um 9,8 milljarðar króna var greiddur vegna ellilífeyris, um 8,4 milljarðar króna vegna örorku, um 1,5 milljarður króna vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru um 0,9 milljarður.


Auknar greiðslur í desember eru til komnar vegna desemberuppbóta og eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.


Á árinu voru greiddir tæpir 198 milljarðar króna sem skiptust þannig að um 103 milljarðar voru greiddir vegna eldri borgara, um 71,5 milljarður vegna örorku, tæplega 13 milljarðar vegna endurhæfingarlífeyris og um 10,5 milljarðar vegna annars. Rúmlega 37 milljarðar af heildargreiðslum fóru í staðgreiðslu.