Greiðslur TR hækka um 7,4% frá áramótum

28. desember 2022

Bráðabirgðagreiðsluáætlun fyrir árið 2023 hefur verið birt á Mínum síðum TR og þar er reiknað með 7,4% hækkun greiðslna á næsta ári. Tillaga að tekjuáætlun 2023 hefur einnig verið birt á Mínum síðum og hvetjum við viðskiptavini til að fara vel yfir hana.

Um er að ræða bráðabirgðagreiðsluáætlun fyrir árið 2023,  miðað er við staðgreiðsluhlutfall skatta á árinu 2022 þar sem að endanlegt staðgreiðsluhlutfall fyrir 2023 liggur ekki fyrir hjá Skattinum. Gert er ráð fyrir að greiðsluáætlunin fyrir árið 2023 með endanlegu staðgreiðsluhlutfalli verði birt fyrri hluta janúarmánaðar.

Tillaga að tekjuáætlun 2023 var birt á Mínum síðum 13. desember sl., en greiðslur til einstaklinga á árinu 2023 byggja á henni. Hægt er að gera leiðréttingar á tillögu að tekjuáætlun ef við á og þannig getur hver og einn stuðlað að því að greiðslur frá TR verði sem réttastar á næsta ári.

Sjá nánar um tekju- og greiðsluáætlanir hér.

Fræðslumyndband um gerð tekjuáætlana má sjá hér.