Ný framsetning á tölfræði TR

01. desember 2022

Tölfræðilegar upplýsingar úr gagnagrunnum TR eru nú aðgengilegar á gagnvirku formi á tr.is og koma í stað mælaborðs TR. Með þessu móti verða tölfræðileg gögn mun aðgengilegri og notendur geta sjálfir skilgreint hvaða breytur eru notaðar í þeim myndum og töflum sem eru kallaðar fram. 

Tölfræði almannatrygginga getur m.a. nýst almenningi, stjórnvöldum, rannsakendum, hagsmunaaðilum og fjölmiðlum í umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk.

Tölfræðinni er ætlað að gefa mynd af upphæðum greiðslna og fjölda viðskiptavina í helstu flokkum lífeyrisgreiðslna, þ.e. elli- örorku og endurhæfingarlífeyris. Í flestum tilfellum er hægt að sundurgreina gögnin eftir tímabilum, aldri, búsetu og kyni.

Tölfræðin uppfærist mánaðarlega og geta því tölur breyst á milli mánaða, svo sem vegna afturvirkra greiðslna. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar samanburður er gerður.

Það er von okkar að með þessu móti geti þau sem hafa áhuga á að kynna sér tölfræði um almannatryggingar fengið ítarlegri upplýsingar en áður var unnt að veita á vefnum okkar.

Þetta er fyrsta útgáfa tölfræðinnar á þessu formi og stefnt er að áframhaldandi þróun og umbótum í miðlun tölfræðilegra gagna.

Tölfræði TR skiptist í fimm efnisflokka:

  • Tryggingavísar
  • Fjöldi greiðsluþega
  • Fjöldi og hlutfall elli- endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega
  • Fjöldi og hlutfall með læknisfræðilegt mat
  • Greining á tekjum lífeyrisþega hjá TR