Eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi er tillaga um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega til meðferðar á Alþingi, en endanleg ákvörðun um greiðsluna mun liggja fyrir að lokinni þriðju umræðu um fjáraukalög.
Að lokinni umfjöllun og afgreiðslu Alþingis á tillögu um eingreiðslu og birtingu laga þar að lútandi mun TR bregðast við í samræmi við ákvörðun þingsins.
Við hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með á Mínum síðum og á vefnum tr.is.
Rétt þykir að taka fram að ekki er um að ræða hina hefðbundnu desemberuppbót sem greidd var í dag þann 1. desember.