Hvað þarf að hafa í huga þegar sótt er um ellilífeyri?

11. nóvember 2022

Það var góð mæting á opinn fund TR 9. nóvember sl. um hvernig best er að standa að umsókn um ellilífeyri til TR, en rúmlega 100 manns tóku þátt. Fundurinn var haldinn í Hlíðasmára 11 og streymt. 

Farið var yfir helstu atriði sem skipta máli, svo sem gerð tekjuáætlunar, upphæðir og fleira. Sérstaklega var bent á Reiknivél lífeyris sem getur verið mjög gagnleg til að skoða áhrif mismunandi tekna á mögulegar greiðslur. 

Upptöku af fundinum má nálgast hér. 

Hér er tengill á síðu á tr.is sem geta gagnast við undirbúning umsóknar um ellilífeyrir hjá TR.

Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst á tr@tr.is,. Einnig er hægt að  hringja í s. 560 4400 eða koma í þjónustumiðstöð í Hlíðasmára 11, kl. 11.00-15.00 alla virka daga.

Umboðsmenn TR eru hjá sýslumönnum um allt land.