Ertu að huga að töku ellilífeyris frá TR?

26. október 2022

Tryggingastofnun býður til fræðslufundar um umsóknir um ellilífeyrir hjá TR, miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl.16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti.


Á fundinum verður farið yfir hvernig best er að standa að umsókn til TR um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna.


Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum og stefna á að hefja töku ellilífeyris frá TR á næstunni og verða sérfræðingar TR til svara. Ráðgert er að hafa fundi af þessum toga u.þ.b. mánaðarlega hér eftir.


Við biðjum þau sem ætla að koma á fundinn að skrá sig hér. 


Til að koma til móts við þau sem eiga ekki heimangengt verður fundinum einnig streymt. Skráning í streymi hér.