Útgáfa örorkuskírteina gengur vel

21. september 2022

Vel hefur gengið að afgreiða umsóknir um örorkuskírteini, frá því að útgáfa plastkortanna hófst fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Um 1800 umsóknir hafa borist og dágóður meirihluti þeirra barst á fyrstu tveimur vikunum.

Viðmiðið er að afgreiða umsóknir um útprentuð örorkuskírteini og póstleggja þau innan við viku frá því að umsókn berst. Kortin eru send á lögheimili viðkomandi.

Örorkuskírteini eru ætluð þeim einstaklingum sem eru með 75% örorkumat eða meira og er gildistíminn sá sami og örorkumatið.

Síðar á árinu er stefnt að því að gefa út stafræn örorkuskírteini til notkunar í snjallsímum.

Hlekkur inn á umsókn fyrir örorkuskírteinin