Greiðslur TR í ágúst 16,2 milljarðar króna

08. september 2022

Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í ágúst er 72.502 þar af konur 44.383 (61%) og karlar 28.119 (39%). Greiddir voru 16,2 milljarðar króna, þar af 3 milljarðar í staðgreiðslu skatta. 

Ellilífeyrisþegar eru fjölmennasti hópurinn eða 38.776, þar af konur 21.231 (55%), karlar 17.545 (45%). Næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar eða 19.291 þar af konur 11.813 (61%), karlar 7.478 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar eru 2.799, þar af konur 1.773 (63%), karlar 1.026 (37%). 

Greiðslur TR í ágúst voru 8,5 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, 5,8 milljarðar kr. vegna örorku, 1 milljarður kr. vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru 0,9 milljarðar. 

Þetta eru nokkuð lægri upphæðir en í júlí, en þá voru greiddar orlofsuppbætur.