Tryggingastofnun berast daglega fjölbreyttar fyrirspurnir um eitt og annað sem snýr að greiðslum og réttindum í almannatryggingakerfinu. Til að auðvelda viðskiptavinum okkar upplýsingaöflunina höfum við tekið saman svör við nokkrum algengum fyrirspurnum. Hér má m.a. finna svör við við spurningum tengdum tekjuáætlunum, ellilífeyri, örorku, endurhæfingu og fleiru.
Ein algengasta spurningin er t.d. Af hverju þarf ég að skila tekjuáætlun? - Svarið er: Greiðslur eru tekjutengdar og því nauðsynlegt að skila inn tekjuáætlun. Tekjuáætlun er skilað inn og breytt á Mínum síðum. Ef tekjur breytast er nauðsynlegt að breyta tekjuáætluninni til þess að greiðslur séu réttar. Þá eru greiðslur reiknaðar upp á nýtt. Eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt er hægt að fá bráðabirgðaútreikning.
Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir, eru tekjutengdar greiðslur endurreiknaðar. Þannig er tryggt að greiðslur séu réttar.