Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í júní er 74.004 þar af konur 45.172 (61%) og karlar 28.814 (39%), aðrir 18. Greiddir voru 19,2 milljarðar króna, þar af 4,1 milljarðar í staðgreiðslu skatta.
Fjölmennasti hópurinn sem fékk greitt eru ellilífeyrisþegar eða 39.575, þar af konur 21.681 (55%), karlar 17.894 (45%). Næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar eða 19.321 þar af konur 11.825 (61%), karlar 7.487 (39%) og aðrir eru 9. Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 2.849, þar af konur 1.798 (63%), karlar 1.045 (37%) og aðrir 6.
Greiðslur TR í júní voru 10,4 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, 6,7 milljarðar vegna örorku, 1,1 milljarður vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru 0,9 milljarðar.
Ástæða hærri heildargreiðslna í júní en í maí er að inneignir sem verða til við uppgjör eru greiddar út í júní.