3% hækkun greidd í dag

14. júní 2022

Greiðslum til  um 70.000 einstaklinga vegna 3% hækkana frá 1. júní sl. í samræmi við lög nr. 27/2022 er lokið. Áhersla var lögð á það hjá TR að greiða hækkanirnar sem fyrst, en samkvæmt lögunum var heimild til að greiða hækkanir vegna júnímánaðar í síðasta lagi 1. júlí nk.

Helstu upphæðir frá og með 1. júní 2022: 

Ellilífeyrir: 

  • Ellilífeyrir er að hámarki 286.619 kr. á mánuði.
  • Heimilisuppbót er að hámarki 72.427 kr. á mánuði

 

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir: 

  • Örorku- og endurhæfingarlífeyrir er að hámarki 54.210 kr. á mánuði.
  • Tekjutrygging er að hámarki 173.598 kr. á mánuði.
  • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 54.210 kr. á mánuði (100%).
  • Heimilisuppbót er að hámarki 58.678 kr. á mánuði.
  • Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:
  • 478 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
  • 283 kr. hjá öðrum.

 

Minnum á að: 

  • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
  • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is.