3% hækkun greidd út um miðjan júní

31. maí 2022

Greiðslur hækka um 3% frá og með 1. júní í samræmi við lög nr. 27/2022 og verða hækkanir fyrir júnímánuð greiddar eigi síðar en um miðjan mánuðinn.

Vegna takmarkaðs tíma frá afgreiðslu laganna á Alþingi var ekki hægt að greiða hækkanir samhliða mánaðargreiðslum 1. júní og því var veitt svigrúm í lögunum til að greiða þær í síðasta lagi 1. júlí nk. Áhersla hefur verið lögð á það innan stofnunarinnar að greiða hækkanirnar sem fyrst og er miðað við að greiða þær út um miðjan júnímánuð.

Tilkynningar um greiðslu verða birtar á Mínum síðum og einnig munum við birta frétt á tr.is þegar greiðslur hafa verið inntar af hendi.

Helstu upphæðir frá og með 1. júní 2022 verða sem hér segir:

Ellilífeyrir:

  • Ellilífeyrir er að hámarki 286.619 kr. á mánuði.
  • Heimilisuppbót er að hámarki 72.427 kr. á mánuði

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

  • Örorku- og endurhæfingarlífeyrir er að hámarki 54.210 kr. á mánuði.
  • Tekjutrygging er að hámarki 173.598 kr. á mánuði.
  • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 54.210 kr. á mánuði (100%).
  • Heimilisuppbót er að hámarki 58.678 kr. á mánuði.
  • Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:
    • 362.478 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
    • 288.283 kr. hjá öðrum.

Almennt:

  • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
  • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is.