Tryggingastofnun fagnaði 85 ára afmæli sínu á árinu 2021 og var því fagnað með hófstilltum hætti. Áhersla var lögð á að bæta rafræna þjónustu TR og notendum á Mínum síðum fjölgaði um allt að 40% á milli áranna 2019-2021. Stafrænu umbótaverkefni var ýtt úr vör í byrjun árs þegar stofnunin fékk á fjárlögum sérstakt framlag til að bæta upplýsingakerfi sín. TR rekur eitt stærsta upplýsingakerfi á landinu og það er mikilvægt að það sé í takt við nýjustu tækni og uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa í dag.
Þetta og margt fleira má finna í árskýrslu 2021.