Greiðslur TR í mars 15,3 milljarðar króna

01. apríl 2022

Fjölmennasti hópurinn sem fékk greitt í mars eru ellilífeyrisþegar eða 37.991, þar af konur 20.886 (55%) og karlar 17.076 (45%) en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar eða 19.260 þar af konur 11.773 (61%) og karlar 7.479 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 2.905, þar af konur 1.836 (63%) og karlar 1.064 (37%). 

Greiðslur TR í mars voru um 7,9 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, 5,4 milljarðar vegna örorku, 1,0 milljarður vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru 0,9 milljarðar.