Ný stjórn TR

22. mars 2022

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og er Ólafur Þór Gunnarsson nýr formaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Ásta Möller, varaformaður, Sverre Andreas Jakobsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir. Ásta Möller sat í fyrri stjórn TR. 

Varamenn í nýrri stjórn eru Guðbjörg Sveinsdóttir, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Erla Ólafsdóttir.

Samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og skal einn skipaður formaður og annar varaformaður. Hlutverk stjórnar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfs- og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Ennfremur á stjórnin að hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og  að reksturinn sé innan ramma fjárlaga hverju sinni.

Sjá frétt á vef Stjórnarráðsins