Embætti forstjóra Tryggingastofnunar auglýst

07. febrúar 2022

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Tryggingastofnunar.

Tryggingastofnun  heyrir undir  félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og er ein veigamesta opinbera þjónustustofnun landsins. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

Miðað er við að skipað verði  í embættið frá og með 1. apríl nk. 

Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2022

Starfið er auglýst á Starfatorgi, sjá hér.