Greiðsluáætlanir fyrir árið 2022 hafa verið birtar á Mínum síðum TR, en þær byggja á þeim tekjuforsendum sem liggja fyrir í tekjuáætlun. Viðskiptavinir eru hvattir til að skoða vel tekjuáætlun sína fyrir árið og breyta henni ef ástæða þykir til á Mínum síður TR.
Minnt er á að mikilvægt er að lagfæra tekjuáætlunina ef breytingar verða á tekjum. Hægt er að breyta tekjuáætlun svo oft sem þurfa þykir yfir árið. Sjá myndband um tekjuáætlun. Hér eru ítarlegar upplýsingar á tr.is um tekju og greiðsluáætlanir.
Einnig minnum við á að skattþrep er valið fyrir viðskiptavini að teknu tilliti til þeirra tekna sem fram koma á tekjuáætlun. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur frá öðrum teljist fyrst inn á þrep og greiðslur Tryggingastofnunar koma þar á eftir. Ávallt er hægt að velja annað skattþrep en TR leggur til á Mínum síðum eða með því að senda erindi til stofnunarinnar.