Vefþula á vef TR - tr.is

21. janúar 2022

TR leggur áherslu á gott aðgengi allra að upplýsingum á vefnum og hefur innleitt nýjustu útgáfu af vefþulu á tr.is í samstarfi við Blindrafélagið. Vefþulan er talgervill sem les upp texta af síðunni sem auðveldar blindum, sjónskertum, lesblindum, eldri borgurum og þeim sem eru að læra tungumálið að nýta sér upplýsingar á vefnum.

Þegar smellt er á hnappinn „Hlusta“, sem er kominn efst á síðurnar á vefnum, hefst upplesturinn og samtímis lýsist textinn sem lesinn er upp. Einnig er hægt að flytja bendilinn á þann texta sem viðkomandi vill fá upplestur á. Hægt er að velja hraða sem lesið er á og stækka letrið á skjánum.

Vefþulan sem TR notar heitir WebReader frá fyrirtækinu ReadSpeaker. TR leitaði til Blindrafélagsins um ráðgjöf vegna uppsetningar á vefþulunni og eru félaginu færðar þakkir fyrir aðstoðina.

 

Kynningarmyndband Blindrafélagsins um vefþulu