Heimilt að greiða heimilisuppbót ef heimilismaður er 18-25 ára og er í námi/starfsþjálfun

10. janúar 2022

Frá og með síðustu áramótum var gerð breyting á reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Eftir þá breytingu er heimilt að greiða lífeyrisþega heimilisuppbót þó að á heimilinu búi ungmenni á aldrinum 18-25 ára, ef ungmennið er í námi eða starfsþjálfun. Breytingin felst í því að ekki er lengur gerð krafa um fullt nám auk þess sem ungmennið getur nú verið í starfsþjálfun.

Vakin er sérstök athygli á því að heimildin gildir óháð því hvort ungmennið sé barn lífeyrisþega eða ekki.

Hér má sjá frétt félagsmálaráðuneytis vegna reglugerðarbreytingarinnar.

Hér má sjá reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri nr. 1200/2018, með breytingunni. Sjá 2. mgr. 7. gr.