Greitt verður til viðskiptavina 1. janúar samkvæmt bráðabirgðagreiðsluáætlun 2022. Í áætluninni hækka greiðslur ellilífeyrisþega um 4,6% og örorkulífeyrisþega um 5,6%. Auk þess reiknast 200.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur hjá ellilífeyrisþegum. Endanleg greiðsluáætlun mun liggja fyrir í janúar 2022.
Við opnum fyrir síma kl. 11.00 þann 3. janúar en vegna aðstæðna út af Covid-19 er þjónustumiðstöð lokuð tímabundið
Símaver er opið alla virka daga frá 11.00 til 15.00.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér áfram öruggar þjónustuleiðir á Mínum síðum, í síma 560 4400 og netfangið tr@tr.is