Eingreiðslu Tryggingastofnunar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er lokið

23. desember 2021

Eingreiðslu Tryggingastofnunar til örorku-, slysaörorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er lokið. Alls fengu um 24.500 manns greiðslu

Lög nr. 127/2021 um fjáraukalög - og þar á meðal eingreiðsluna - voru samþykkt á Alþingi 21. desember og birt í Stjórnartíðindum í gær 22. desember.

Full eingreiðsla er 53.100 kr. og greiðist hún í samræmi við fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddan lífeyri á árinu. Hafi viðkomandi fengið greiddan lífeyri í t.d. 6 mánuði þá á viðkomandi rétt á 26.550 kr. Hér í eftirfarandi töflu má sjá hver upphæð eingreiðslu er í samræmi við fjölda mánaða sem lífeyrisþegi hefur þegið greiðslur á árinu 2021:

Mánaðarfjöldi lífeyris TR árið 2021

Upphæð eingreiðslu

12

53.100 kr

11

48.675 kr

10

44.250 kr

9

39.825 kr

8

35.400 kr

7

30.975 kr

6

26.550 kr

5

22.125 kr
4

17.700 kr

3

13.275 kr

2

8.850 kr

1

4.425 kr

Greiðslan er ótekjutengd og skattfrjáls.

Fréttin var uppfærð þann 23.12.2021, kl.15:00