Öflug fjarþjónusta TR – þjónustumiðstöð lokuð tímabundið

21. desember 2021

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað í samfélaginu og þess að margir viðskiptavinir okkar teljast til viðkvæmra hópa með tilliti til smithættu - þá hefur verið ákveðið að loka þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11 frá og með 22. desember.

Áfram er boðið uppá öfluga fjarþjónustu og eru viðskiptavinir hvattir til að nýta sér hana.

Mínar síður eru alltaf aðgengilegar. Þar er m.a. hægt að sækja um allar bætur og breyta tekjuáætlun. Hægt er að senda fylgigögn með umsóknum á Mínum síðum og einnig er hægt að senda fyrirspurnir til TR sem er svarað í tölvupósti. Til að komast á Mínar síður þarf  rafræn skilríki eða íslykil.

Símaver TR er opið frá kl. 11.00 til 15.00 alla virka daga í síma 560 4400. Þar er m.a. veitt aðstoð og ráðgjöf til að komast inn á Mínar síður auk þess sem allar upplýsingar er varða bætur og lífeyrisgreiðslur eru veittar. Símaver TR er opið kl. 9-12 á aðfangadag, en lokað á gamlársdag.

Á netfanginu tr@tr.is er öllum fyrirspurnum svarað svo fljótt sem auðið er.

Á heimasíðu TR, eru allar nauðsynlegar upplýsingar um bótaflokka og greiðslur. Einnig er bent á spurningar og svör við algengum spurningum.

Reiknivél TR á heimasíðu TR er alltaf aðgengileg. Þar er hægt að reikna út mögulegar greiðslur með mismunandi forsendum. 

Bréfpóstur,  ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti til TR eða koma með gögn á pappír og setja í póstkassa í Hlíðasmára 11. Póstkassinn er tæmdur tvisvar á dag alla virka daga.

Við leggjum metnað okkar í að svara öllum fyrirspurnum og aðstoða viðskiptavini með upplýsingar og umsóknir svo fljótt sem auðið er.

Rétt er að taka fram að starfsemi TR verður að öðru leyti óbreytt og greiðslur munu berast viðskiptavinum eins og venja er.

In English: 

The Service Centre at TR at Hlíðasmári 11 has been temporarily closed as many of our customers are vulnerable for infections, because of Covid-19. We do this with the welfare of our customers in mind.

We encourage our customers to use our online and digital services.

Our main online/digital services are:

Web: www.tr.is

My Pages (Mínar síður): minarsidur.tr.is

e-mail: tr@tr.is

Phone: 560 4400 (Open 11.00 – 15.00, Mon.-Fri.)

Documents on paper can be put in a mailbox at Hlíðasmári 11. It is emptied twice a day.

In Polish:

Ze względu na warunki wywołane epidemią COVID-19 oraz fakt, że wielu naszych klientów zalicza sie do grupy ryzyka - podjęto decyzję o zamknięciu centrum obsługi TR na Hlíðasmára 11 z dniem 22 grudnia.

Robimy to mając na uwadze dobro naszych klientów.

Zachęcamy do korzystania z usług internetowych.

Strona internetowa: www.tr.is

Moje strony (Mínar síður): minarsidur.tr.is przy uzyciu identyfikatora elektronicznego.

e-mail: tr@tr.is Telefon: 560 4400 (otwarte 11.00 – 15.00, pon.-pt.)

Kalkulator TR na stronie TR jest zawsze dostępny.

Dokumenty w formie papierowej można włożyć do skrzynki pocztowej przy Hlíðasmára 11. Skrzynka opróżniana jest dwa razy dziennie. Staramy się jak najszybciej odpowiadać na pytania oraz rozpatrywac aplikacje.

Należy pamiętać, że Urzad jest zamkniety w Wigilje Bożego Narodzenia i Nowy Rok.

Centrum telefoniczne TR bedzie otwarte w godz. od 9-12 w Wigilje Bożego Narodzenia, ale zamknięte w Nowy Rok.