Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega

21. desember 2021

Eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi hefur fjárlaganefnd Alþingis samþykkt tillögu um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. TR mun greiða til viðskiptavina þegar að lokinni umfjöllun Alþingis og birtingu laganna.

Undirbúningur greiðslna er þegar hafinn hjá stofnuninni. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast vel með á Mínum síðum og á vefnum tr.is þar sem frétt verður birt um greiðsluna. Lögð er áhersla á það hjá TR að greiðsla berist svo fljótt sem auðið er, en  greiðslukeyrslan getur tekið allt að hálfum sólarhring.