Desemberuppbót til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hefur verið greidd. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni eru þeir foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem fá foreldragreiðslur í desember.
Desemberuppbót er 64.066 kr. til þeirra foreldra sem eiga full réttindi. Foreldri sem hefur fengið þessar greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2021 á rétt á hlutfallslegri uppbót í samræmi við þann tíma sem foreldrið hefur fengið greiðslur á árinu. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 16.016 kr.
Desemberuppbótin er greidd á grundvelli reglugerðar um desemberuppbætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2021 nr. 1409/2021.