Bætt aðgengi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega að afslætti í strætó

26. nóvember 2021

Tryggingastofnun hefur komið á rafrænum samskiptum við Strætó þannig að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta látið Strætó vita að þeir eiga rétt á afslætti í strætó með því að fara inn á Mínar síður TR og merkja í viðeigandi reit. Með þessu vill TR auðvelda aðgengi viðskiptavina sinna að þeirri þjónustu og afsláttarkjörum sem þeir eiga rétt á og vilja nýta sér.

Á "Mínum Síðum" undir "Þínar upplýsingar" birtist reitur hjá þeim skjólstæðingum TR sem eru örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegar (sjá mynd).

Með því að haka í reitinn veitir notandi Tryggingastofnun leyfi til að veita Strætó upplýsingar um að notandi sé örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi. Upplýsingum um tegund eða hlutfall örorku er ekki deilt með Strætó, heldur er einungis staðfest að viðkomandi eigi rétt á afsláttarkjörum eða ekki.

Nýverið gaf Strætó út nýtt greiðslukerfi sem ber nafnið KLAPP. Samhliða því voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó í því skyni að einfalda hana og gera fleiri hópum kleift að kaupa kort á hagstæðu verði. Öryrkjum býðst með nýrri gjaldskrá 70% afsláttur af stökum miðum, mánaðarkorti og árskorti Strætó. Sjá nánar hér

strætó - mynd.png

Strætó-mynd2.png