Breytingar á tekjuáætlun viðskiptavina vegna ársins 2021

09. nóvember 2021

Mikilvægt er að breyta tekjuáætlun hjá TR, ef breytingar hafa orðið á forsendum varðandi aðrar tekjur innan ársins 2021. Við viljum benda viðskipavinum okkar á ef breytingar hafa orðið á tekjum frá því að síðasta tekjuáætlun var gerð, að breyta áætluninni fyrir mánudaginn 22. nóvember nk.  Þá er í desembergreiðslum hægt að aðlaga greiðslur TR að breyttum forsendum innan ársins 2021.

Tekjuáætlun viðskiptavina er forsenda greiðslna TR. Hægt er að breyta gildandi áætlun inni á Mínum síðum TR. Hér má finna nánari upplýsingar um útfyllingu tekjuáætlunar. Loks viljum við benda á fræðslumyndband um gerð tekjuáætlunar.