TR auglýsir þrjú laus störf

21. október 2021

TR auglýsir eftir heilbrigðismenntuðu starfsfólki á réttindasviði en störfin eru:

Sótt er um á starfatorgi.

Umsókn um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað. 

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarþjónustu Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna. TR þjónar yfir 72.000 viðskiptavinum og greiðir úr réttindi fyrir ríflega 14 milljarða mánaðarlega. Hjá stofnuninn ríkir góður starfsandi og boðið er upp á góða nútímalega vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. TR hefur hlotið jafnlaunavottun.