Tryggingastofnun lokuð fimmtudaginn 7. október

05. október 2021

Tryggingastofnun er lokuð fimmtudaginn 7. október vegna starfsdags. Opnum aftur föstudaginn 8.október klukkan 11:00.

Við viljum vekja athygli á Mínum síðum TR sem eru alltaf opnar. Á Mínum síðum er hægt að sækja um, skoða og breyta tekjuáætlun og nálgast öll gögn.

Á tr.is er hægt að nálgast allar almennar upplýsingar, sjá svör við algengum spurningum og skoða reiknivél lífeyris þar sem hægt er að reikna réttindi út frá mismunandi forsendum.

Opnunartími þjónustumiðstöðvar og símaráðgjafar er kl. 11-15 alla virka daga.