Frá og með 15. september verður þjónustumiðstöðin okkar í Hlíðasmára 11 í Kópavogi opin frá kl. 11.00 – 15.00 alla virka daga. Við höfum haft opið frá kl. 12.00 um nokkurt skeið, en lengjum nú opnunartímann og opnum kl. 11.00.
Sérfræðingar svara í síma kl. 11.00 – 15.00
Sérfræðingar okkar sem sinna bæði ráðgjöf í síma og vinnslu mála verða við símann kl. 11.00-15.00 alla virka daga, á sama tíma og þjónustumiðstöðin er opin.
Á Mínum síðum TR eru allar upplýsingar um stöðu mála hjá viðskiptavinum og þar birtast öll skjöl sem varða hvern og einn, m.a. um stöðu mála og ef gögn kann að vanta. Loks minnum við á vefinn tr.is þar sem eru svör við spurningum sem upp kunna að koma varðandi réttindi og greiðslur til lífeyrisþega.