Hvað er tekjuáætlun? – nýtt fræðslumyndband

06. september 2021

Tryggingstofnun hefur gefið út myndband um tekjuáætlun þar sem farið yfir mikilvægi þess að fylla út tekjuáætlun en allar skattskyldar tekjur eru skráðar í tekjuáætlun.

Tekjuáætlun er áætlun lífeyrisþega yfir þær tekjur sem hann sér fram á að hafa samhliða greiðslum Tryggingstofnunar. Lífeyrisréttindi frá TR eru almennt tekjutengd og reiknast út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlun.

Í tekjuáætlun skal skrá heildartekjur fyrir staðgreiðslu skatta. Skattskyldar tekjur geta verið atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og aðrar skattskyldar tekjur.

Nánar um þetta í myndbandi um tekjuáætlun.