Greiðslur Tryggingastofnunar til viðskiptavina í júlí námu um 15,7 milljörðum króna, þar af um 3 milljarðar vegna staðgreiðslu skatta.
Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í júlí er 72.198 þar af konur 44.424 (62%) og karlar 27.766 (38%).
Fjölmennasti hópurinn sem fékk greitt í júlí eru ellilífeyrisþegar 37.021, þar af konur 20.402 (55%) og karlar 16.619 (45%) en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 18.723 þar af konur 11.513 (61%) og karlar 7.205 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 3.042, þar af konur 1.925 (63%) og karlar 1.115 (37%).
Greiðslur TR í júlí voru um 8,3 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, um 5,5 milljarður vegna örorku, um 1,1 milljarður vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru um 0,8 milljarðar.