Með mánaðargreiðslum í júlí verður greidd orlofsuppbót til þeirra sem eiga rétt á henni.
Greiðslur til viðskiptavina Tryggingastofnunar munu hefjast upp úr miðnætti aðfaranótt 1. júlí. Vegna tafa á innleiðingu á nýju greiðslukerfi hjá Seðlabankanum gætu greiðslur tekið lengri tíma en venja er og dregist eitthvað fram á morguninn að skila sér inn á bankareikninga hjá viðskiptavinum. Beðist er velvirðingar á því.
Viðskiptavinir TR eru um 70.000 og heildargreiðslur eru að meðaltali um 14 milljarðar króna í hverjum mánuði.
Reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega fyrir árið 2021 má finna hér