Tryggingastofnun tekur stökk í viðhorfskönnunum  

07. júní 2021

Tryggingastofnun hækkaði um 41 sæti á milli ára í viðhorfskönnuninni um Stofnun ársins í sínum stærðarflokki og fór þar með úr 67. í 26. sæti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu stofnunarinnar 2020. Þessi góði árangur er mikil viðurkenning á innra starfi stofnunarinnar en áhersla hefur verið lögð á öflugt umbótastarf, góða starfsþróun, jafnréttisvitund og góð samskipti á meðal starfsfólks sem leiðir til aukinnar starfsánægju og betri vinnustaðamenningar sem svo skilar sér til betri þjónustu til viðskiptavina.