Ársskýrsla TR fyrir 2020 er komin út

03. júní 2021

Heimsfaraldur Covid-19 hafði nokkur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar árið 2020 en gripið var til margvíslegra nýjunga í þjónustunni til að bregðast við ástandinu og tryggja snuðrulausa þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Má þar m.a. nefna tilraunaverkefni í fjarheilbrigðisþjónustu sem hefur gefist afar vel og verulega eflingu á „Mínum síðum“ en aukning á notendum vefsins heldur áfram að vaxa hratt, var 25% árið 2019 og 30% árið 2020.

Árið 2020 voru greiddir um 165 milljarðar króna til um 70.000 einstaklinga í mánaðarlegum greiðslum.
Greiðsla inn á erlenda reikninga jókst talsvert á árinu eða um 22%.

Frekari upplýsingar eru í ársskýrslu TR sem er birt hér.