Vegna umfangs greiðslna og mikils álags á greiðslukerfi Tryggingastofnunar má gera ráð fyrir að greiðslur vegna júní mánaðar ásamt uppgjörsgreiðslum verði komnar inn á reikninga viðskiptavina síðar í dag.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum Tryggingastofnunar. Óvenju mikið álag á greiðslukerfi helgast af greiðslu uppgjörs fyrir árið 2020 samhliða reglulegri greiðslu vegna júnímánaðar.