Greiðslur Tryggingastofnunar til viðskiptavina í apríl námu um 14,3 milljörðum króna, þar af um 2,6 milljarðar vegna staðgreiðslu skatta.
Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í apríl er 70.545 þar af konur 43.588 (62%) og karlar 26.953 (38%).
Fjölmennasti hópurinn sem fékk greitt í apríl eru ellilífeyrisþegar 36.804, þar af konur 20.296 (55%) og karlar 16.502 (45%) en næst stærsti hópurinn eru örorkulífeyrisþegar 18.727 þar af konur 11.502 (61%) og karlar 7.222 (39%). Endurhæfingarlífeyrisþegar voru 3.136, þar af konur 2.011 (64%) og karlar 1.124 (36%).
Greiðslur TR í apríl voru um 7,4 milljarðar kr. vegna ellilífeyris, um 5, milljarðar kr. vegna örorku, um 1 milljarður vegna endurhæfingar og aðrar greiðslur voru um 1 milljarður.