Tryggingastofnun auglýsir tvö laus störf

04. maí 2021

TR auglýsir eftir öflugum skjala- og upplýsingastjóra og verkefnastjóra á upplýsingasvið. Sótt er um störfin á starfatorgi.

Tryggingastofnun leitar að öflugum skjala- og upplýsingastjóra til  að leiða uppbyggingu og þróun skjalamála stofnunarinnar. Öflug skjala- og upplýsingastjórnun stuðlar að góðum stjórnarháttum sem er forsenda skilvirkni og góðrar þjónustu við viðskiptavini. TR leggur áherslu á umbótastarf og tekur m.a. þátt í umfangsmiklum nýsköpunarverkefnum til að efla stafræna starfsemi opinberra stofnana. Í boði er því áhugavert og krefjandi starf fyrir skjala- og upplýsingastjóra sem býr yfir góðri þekkingu og reynslu þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptafærni og fagmennsku. Um er að ræða 100% starf á rekstrarsviði stofnunarinnar.  

Tryggingastofnun óskar eftir að ráða verkefnastjóra á upplýsingasvið. Leitað er eftir drífandi verkefnastjóra með sterkan tæknilegan bakgrunn sem sýnir frumkvæði að nýjungunum og endurbótum í upplýsingakerfum. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni með áherslu á frekari stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu við afgreiðslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Sótt er um störfin á starfatorgi

Skjala og upplýsingastjóri

Verkefnastjóri á upplýsingasvið