Miklar framfarir í rafrænni þjónustu

08. apríl 2021

Eitt af markmiðum TR undanfarin ár hefur verið að efla þjónustu á netinu enda felst í því mikið hagræði fyrir viðskiptavini TR að hafa aðgengi að öllum upplýsingum og umsóknum hvar og hvenær sem er. Þjónustugáttin „Mínar síður“ hefur verið efld til muna og í dag eru allar umsóknir TR á vefnum. Mikil aukning hefur verið í notkun á Mínum síðum á milli ára eða um 30%.

Ein af þeim nýjungum sem litið hafa dagsins ljós nýlega er að viðskiptavinir geta nú fylgst með ferli umsókna, allt frá því að hún berst til TR þar til að umsóknin  er afgreidd. Í þessu ferli er auðvelt fyrir viðskiptavini að sjá hvaða gögn vantar til að geta klárað umsóknina. Allar umsóknir TR eru nú aðgengilegar á ensku.