Aukin fjarþjónusta - Afgreiðslan lokuð tímabundið

26. mars 2021

TR býður upp á aukna fjarþjónustu fyrir viðskiptavini sína vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast á ný í samfélaginu vegna COVID-19. Afgreiðsla TR verður lokuð frá og með 26. mars til og með 9. apríl.

Við bendum á eftirfarandi leiðir til að hafa samband við okkur:

Mínar síður eru alltaf aðgengilegar. Þar er m.a. hægt að sækja um bætur, senda gögn, breyta tekjuáætlun og senda fyrirspurnir. Þá geta viðskiptavinir séð stöðu sinna umsókna á Mínum síðum. Til að komast á Mínar síður þarf  rafræn skilríki eða íslykil.

Símaver TR er opið frá kl. 10.00 til 15.00 alla virka daga í síma 560 4400. Þar er m.a. veitt aðstoð og ráðgjöf til að komast inn á Mínar síður auk þess sem allar upplýsingar er varða bætur og lífeyrisgreiðslur eru veittar.

Á netfanginu tr@tr.is er öllum fyrirspurnum svarað svo fljótt sem auðið er.

Á heimasíðu TR, www.tr.is eru allar nauðsynlegar upplýsingar um bótaflokka og greiðslur. Einnig er bent á spurningar og svör við algengum spurningum.

Reiknivél TR á heimasíðu TR er alltaf aðgengileg. Þar er hægt að reikna út mögulegar greiðslur með mismunandi forsendum. 

Bréfpóstur,  ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti til TR eða koma með gögn á pappír og setja í póstkassa í Hlíðasmára 11. Póstkassinn er tæmdur tvisvar á dag alla virka daga.

Við ítrekum hvatningu um að viðskiptavinir nýti sér örugga og aðgengilega fjarþjónustu TR.


In English

The Service Centre at TR at Hlíðasmári 11 has been temporarily closed (26.03.- 09.04).

We encourage our customers to use our online and digital services.

Our main online/digital services are:

Web: www.tr.is

My Pages (Mínar síður): minarsidur.tr.is

e-mail: tr@tr.is

Phone: 560 4400 (Open 10.00 – 15.00, Mon.-Fri.)

Documents on paper can be put in a mailbox at Hlíðasmári 11. It is emptied twice a day.

FacebookTwitterTölvupóstur