Bættar upplýsingar til umsækjanda hjá TR

16. febrúar 2021

Nú geta umsækjendur um bætur og greiðslur frá TR séð stöðu umsókna sinna á Mínum síðum TR. Það getur verið til mikils hagræðis þannig að umsækjandi getur sjálfur séð hvar í ferlinu umsókn er hverju sinni og þarf því síður að hringja eða senda tölvupóst til að afla upplýsinga um feril og meðferð umsóknarinnar.

Notendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður TR með rafrænum skilríkjum eða íslykli til að sjá „Stöðu umsókna“. Þegar búið er að senda inn umsókn í gegnum Mínar síður er auðvelt að fylgjast með hvar í ferlinu umsóknin er stödd. Markmiðið með þessari nýjung er að veita betri upplýsingar um meðferð umsókna.

Hér á eftir má sjá dæmi um hvernig ferill og staða umsókna birtist á Mínum síðum TR:

Staða mála 2.PNG