Vandamálið er nú úr sögunni og hægt að fara inn á Mínar síður. Við viljum benda viðskiptavinum á að vegna mikils álags á Mínum síðum á vef TR þá geta notendur átt í erfiðleikum með að skrá sig þar inn í dag.
Álagið skapaðist í kjölfar þess að greiðsluáætlanir voru birtar viðskiptavinum og þeim send tilkynning þess efnis.
Við biðjumst velvirðingar á þessu og gerum ráð fyrir að álagið minnki eftir því sem líður á daginn og að Mínar síður fari að virka eins og þær eiga að gera í dag eða á morgun.