Greiðsluáætlanir fyrir árið 2021 birtar á Mínum síðum

27. janúar 2021

Greiðsluáætlanir fyrir árið 2021 eru aðgengilegar á Mínum síðum og byggja á þeim tekjuforsendum sem liggja fyrir á tekjuáætlun. Viðskiptavinir eru hvattir til að skoða tekjuáætlun sína fyrir árið vel, breyta ef ástæða þykir til og senda þá inn nýja tekjuáætlun í gegnum Mínar síður.

Sérstök athygli er vakin á því að við útreikning á staðgreiðslu fyrir greiðslur TR í  janúarmánuði 2021 voru skattaforsendur fyrir árið 2020 notaðar. Leiðrétting á staðgreiðslu fyrir janúar er gerð í greiðslu TR fyrir febrúarmánuð þar sem það á við. Upplýsingar um staðgreiðslu á árinu 2021 má nálgast hér.

Einnig minnum við á að skattþrep er valið fyrir viðskiptavini að teknu tilliti til þeirra tekna sem fram koma á tekjuáætlun. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur frá öðrum teljist fyrst inn á þrep og greiðslur Tryggingastofnunar koma þar á eftir. Ávallt er hægt að velja annað skattþrep en TR leggur til á Mínum síðum eða með því að senda erindi til stofnunarinnar.