Fjárhæðir lífeyrisgreiðslna og breytingar 1. janúar 2021

22. desember 2020

Fjárhæðir greiðslna TR hækka um 3,6% frá 1. janúar 2021. Bráðabirgðagreiðsluáætlun fyrir árið 2021 var birt á Mínum síðum þann 23.desember. Endanleg greiðsluáætlun mun liggja fyrir í janúar 2021.

Um áramót koma til framkvæmda lagabreytingar á útreikningi sérstakrar uppbótar til framfærslu örorkulífeyrisþega. Í kjölfar breytinganna mun 95% tekjutryggingar koma til frádráttar við útreikning, í stað fulls frádráttar áður.

Ellilífeyrir:

 • Ellilífeyrir er að hámarki 266.033 kr. á mánuði.
 • Heimilisuppbót er að hámarki 67.225 kr. á mánuði.
 • Almennt frítekjumark skattskyldra tekna er 25.000 kr. á mánuði.
 • Sérstakt frítekjumark atvinnutekna er 100.000 kr. á mánuði.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

 • Örorkulífeyrir er að hámarki 49.840 kr. á mánuði.
 • Tekjutrygging er að hámarki 159.604 kr. á mánuði.
 • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 49.840 kr. á mánuði (100%).
 • Heimilisuppbót er að hámarki 53.948 kr. á mánuði.
 • Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:
   • 333.258 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
   • 265.044 kr. hjá öðrum.

Almennt:

 • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
 • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is.
 • Endurreikningur vegna greiðslna ársins 2021 fer fram árið 2022 þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.

Frétt var uppfærð þann 23.12.2020