Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega - 14. desember

11. desember 2020

Stefnt er á að eingreiðsla 50.000 kr. til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega verði innt af hendi mánudaginn 14. desember nk. Full eingreiðsla er 50.000 kr. og greiðist hún í samræmi við fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddan lífeyri á árinu. Hafi viðkomandi fengið greiddan lífeyri í t.d. 6 mánuði þá á viðkomandi rétt á 25.000 kr. Greiðslan er ótekjutengd og skattfrjáls.

Undirbúningur þessarar greiðslu hefur staðið yfir í nokkurn tíma hjá TR og er verið að leggja lokahönd á vinnu í tölvukerfum til að unnt sé að greiða mánudaginn 14. desember eins og fyrr segir.

Lög nr. 127/2020 um eingreiðsluna voru samþykkt á Alþingi á miðvikudag og birt í Stjórnartíðindum í gær.