Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í desember

27. nóvember 2020

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar sem eiga rétt á lífeyri á árinu 2020 fá greidda 50.000 kr. eingreiðslu í desember til viðbótar við desemberuppbót sem kemur til greiðslu 1. desember. Eingreiðslan er ótekjutengd og skattfrjáls. Hafi bætur verið greiddar hluta ársins skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi. Eingreiðslan er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings örorkulífeyrisþegum og viðkvæmum hópum, sem kynntar voru 20. nóvember sl.

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um eingreiðsluna sem mælt var fyrir í síðustu viku er til meðferðar á Alþingi. Tryggingastofnun fylgist með framgangi málsins og hefur þegar hafið nauðsynlegan undirbúning til að geta greitt viðskiptavinum sínum svo fljótt sem auðið er eftir að lögin hafa verið samþykkt og birt í Stjórnartíðindum.

8.12.2020 – Fréttin hefur verið uppfærð

Sjá nánar hér