Mælaborð TR

23. nóvember 2020

Í mælaborði TR má finna fjölmargar tölfræðiupplýsingar um réttindi ellilífeyrisþega, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem og annarra sem fá greiðslur frá TR. Þar eru birtar töflur og myndir sem er skipt í fimm meginflokka; Ellilífeyrir, örorkulífeyrir, endurhæfingarlífeyrir, þjónusta og loks er samanburður á milli ára t.d. um heildargreiðslur. 

Í gögnunum má m.a. finna þá staðreynd að í október fengu 68.582 greitt frá TR og hlutfall kynja sem fékk greitt var 38% karlar og 62% konur. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvað gögnin sýna, en þar er má til dæmis einnig sjá að endurhæfingarlífeyrisþegum hefur fjölgað töluvert á milli ára og hefur sú þróun verið viðvarandi frá árinu 2016. TR hvetur alla áhugasama um almannatryggingar til að nýta sér mælaborðið og tryggingavísana þar sem nokkrar lykiltölur eru birtar mánaðarlega. 

Mælaborð TR hefur ekki verið í birtingu um frá því í júní sl. þar sem fyrirtækið Capacent hætti störfum í vor, en það sá um að birta gögnin. Mælaborðið var birt á ný 19. nóvember sl. með breyttu sniði, en allar sömu upplýsingar koma fram og áður voru í birtingu. Mælaborðið er beintengt við gagnagrunn stofnunarinnar og uppfærist því reglulega. 

Hægt er að nálgast mælaborð TR hér og Tryggingavísa hér