Tryggingastofnun innleiðir heimsmarkmið

28. september 2020

Tryggingastofnun hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í starfsemi sína. Um er að ræða verkefni sem Markaðsstofa Kópavogs heldur utan um í samvinnu við Kópavogsbæ. Tryggingastofnun hóf undirbúning innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á árinu 2019 og er megináhersla hjá TR á markmið um menntun fyrir alla og aðgerðir í loftslagsmálum.

Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum á fundi Kópavogsbæjar 23. september sem haldinn var í tilefni útgáfu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um þátttöku Kópavogsbæjar í alþjóðlegu verkefni OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða því tengdu. Samstarf um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá fyrirtækjum er einn afrakstur þátttöku Kópavogsbæjar í verkefninu.

Ellefu önnur fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi hafa  skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn í sína starfsemi sem hefur unnið að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en það eru

Íslandsbanki, Reginn, Sky Lagoon, Prófító bókhaldshús, BYKO, Festi, Valka, Mannvit, Hótel Kríunes og Brunabótafélag Íslands, eignarhaldsfélag.

Frétt á vef Kópavogsbæjar um verkefnið. 

Sigríður og heimsmarkmið2.jpg