Viðskiptavinum stofnunarinnar heldur áfram að fjölga á milli ára eða um 6% og er aukningin mest í hópi endurhæfingarlífeyrisþega. Greiðsluþegar voru um 65.000 á mánuði að meðaltali á árinu 2019 og símtöl til TR um 7400 á mánuði að meðaltali. Ánægjulegt er að sjá talsverða aukningu notenda á Mínum síðum á milli ára eða um 25%. Frekari upplýsingar eru í ársskýrslu TR sem er birt hér.